Steini.is - Fréttir
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 




Steini.is » Fréttir

FS - 60 nemendur útskrifaðir á haustönn
[Annað] - 22.12.2008 -

Skólaslit haustannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram síðastliðinn laugardag. Að þessu sinni útskrifuðust 60 nemendur; 44 stúdentar, 7 iðnnemar, 3 úr starfsnámi og sex meistarar. Alls komu 44 úr Reykjanesbæ, 6 úr Garði, 5 úr Sandgerði, 4 úr Grindavík og einn frá Akureyri.

Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.
Guðný Þorsteinsdóttir og Katrín Helga Steinþórsdóttir fengu verðlaun fyrir árangur sinn í bókfærslu, Stefanía Júlíusdóttir fyrir þýsku og Sandra Dögg Friðriksdóttir fyrir spænsku. Einar Trausti Einarsson fékk viðurkenningar fyrir afburðaárangur í sögu og sálfræði og Birna Ásgeirsdóttir fyrir árangur sinn í spænsku, uppeldisgreinum, líffræði og efnafræði.  Einar Pétursson fékk gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði en Einar fékk einnig verðlaun frá Íslenska stærðfræðafélaginu fyrir árangur sinn í stærðfræði og viðurkenningu frá skólanum fyrir árangur sinn í eðlisfræði og efnafræði.   Berglind Anna Magnúsdóttir fékk einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði og hún fékk viðurkenningar fyrir fyrir spænsku og efnafræði .  Sigurður Freyr  Ástþórsson hlaut viðurkenningar fyrir spænsku og ensku og fyrir afburðaárangur í stærðfræði á félagsfræðibraut.  Kristófer Arnar Magnússon fékk gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði og Kristófer fékk einnig viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í spænsku, ensku, stærðfræði, eðlisfræði og efna fræði.

Að venju veitti Sparisjóðurinn í Keflavík nemendum skólans viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og afhenti Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri þær fyrir hönd Sparisjóðsins.  Kristófer Arnar Magnússon og Sigurður Freyr Ástþórsson fengu verðlaun fyrir árangur í tungumálum, Berglind Anna Magnúsdóttir fyrir íslensku, Einar Trausti Einarsson fyrir samfélagsgreinar, Gunnar Sveinsson fyrir iðngreinar og Einar Pétursson fyrir árangur sinn í stærðfræði og raungreinum.  Birna Ásgeirsdóttir og Einar Pétursson fengu verðlaun fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og hlutu af því tilefni 100.000 kr. námsstyrk frá Sparisjóðnum.

Við útskriftina voru veittir styrkir úr Styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem Gunnar Sveinsson og Kaupfélag Suðurnesja stofnuðu í tilefni 30 ára afmælis skólans og 60 ára afmælis Kaupfélagsins.  Það var Guðbjörg Ingimundardóttir stjórnarmaður sem afhenti styrkina.  Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur nemenda í samskiptum og tjáningu í SAM 106 og lífsleikni-áföngum.  Það voru þau Andri Steinn Harðarson, Kamilla Rún Björnsdóttir, Kristín Rán Júlíusdóttir og Þorgerður Anja Snæbjörnsdóttir sem fengu styrki og þá fékk Bessi Grétarsson styrk fyrir framfarir í námi en þau fengu öll 20.000 kr.  Nemendafélagið NFS fékk 200.000 kr. styrk fyrir góðan árangur í ræðukeppni MORFÍS og til frekari þátttöku í keppninni.


Texti af vef Fjölbrautaskóla Suðurnesja, www.fss.is

Til baka




Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is